Sumarferð 2014

Strókur fór í hina árlegu sumarferð þann 26. júní. Fátt var í þessari ferð eða 11 manns með bílstjóranum Tyrfingi. Fyrsta stopp var á handverksmarkaðinum á Hvolsvelli en síðan var farið rakleitt í Reynisfjöru. Þar voru tínd tvö tonn af steinum (djók). Þaðan var farið í Víkurprjón í Vík í Mýrdal. Ekki var mikið verslað en því meira skoðað og handleikið. Næst var farið upp í Þakgil. Vegurinn var miklu betri en von var á og gekk ferðin mjög vel. Þar var stoppað í u.þ.b. klukkustund, borðað nesti og gengið um og skoðað. Þau einu sem höfðu komið þangað áður voru Jóhann og Jóna þannig að þetta var nýtt fyrir öll hin. Síðan var farið í Vík og borðað í Víkurskála. Var það samdóma álit allra að maturinn væri bæði vel útilátinn og afskaplega góður. Síðan var haldið heim og komið á Selfoss um kl. 21:00. Ekki var sól en lygnt og afskaplega fallegt og gott ferðaveður, þurrt og hlýtt.

Myndir úr ferðinni:

IMG_5686 IMG_5688 IMG_5690 IMG_5692 IMG_5711 IMG_5713 IMG_5715 IMG_5718 IMG_5725 IMG_5728 IMG_5732 IMG_5750 IMG_5752 IMG_5762 IMG_5770 IMG_5775 IMG_5777 IMG_5784 IMG_5819

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s