Sláturgerð 2017

Þann 4. október sl. var farið í sláturgerð hjá Klúbbnum Strók. Að þessu sinni voru tekin 8 slátur og voru nokkrir af klúbbmeðlimum heldur betur snarir í handtökum og kunnu vel til verka. Sláturgerðin er hluti af þeirri stefnu klúbbsins að bjóða upp á hollan og góðan heimilismat í hádeginu fyrir virka klúbbmeðlimi.