Hausttiltekt 2017

Þann 29. ágúst sl. tóku klúbbmeðlimir sig til og voru með hausttiltekt í húsnæði okkar að Skólavöllum 1. Dagurinn gekk vonum framar, gömlu og ónýtu var hent á haugana, húsið þrifið að innan og utan, borið á garð og fleira og fleira. Í hádeginu var síðan boðið upp á grillaða hamborgara og voru allir sammála um að þeir smökkuðust afbragðsvel að loknu góðu verki.